Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 169 svör fundust

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?

Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...

Nánar

Voru biskupar barðir fyrr á öldum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaðan kemur orðatiltækið 'enginn verður óbarinn biskup'? Voru biskupar lamdir í gamla daga?Engin sérstök saga virðist tengd við máltækið enginn verður óbarinn biskup. Með því er átt við að enginn nái langt án þess að hafa lagt hart að sér, ekki einu sinni biskupar. Í sögunn...

Nánar

Hver er merking orðatiltækisins að skripla á dögunum?

Sögnin að skripla merkir að ‘renna, hrasa’. Ég kannast ekki við orðasambandið að skripla á dögunum en hins vegar að eitthvað skripli, skriki á skötunni í merkingunni ‘eitthvað mistekst, fer úrskeiðis’. Það þekkist þegar á 17. öld. Þekkt er sagan af séra Hálfdáni í Felli í þjóðsögum Jóns Árnasonar (1954 I:502). Sér...

Nánar

Hvað þýðir máltækið hollur er heimafenginn baggi?

Með orðinu baggi í máltækinu hollur er heimafenginn baggi er átt við heybagga, byrði sem bundin er saman í eitt knippi. Hollur merkir hér 'affarasæll, heillaríkur'. Með máltækinu er því átt við að best sé að vera sjálfum sér nógur. Það voru erfið skref hjá mörgum bóndanum á vorin áður fyrr að þurfa að fara á aðra ...

Nánar

Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?

Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...

Nánar

Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?

Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og t...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið „að seljast eins og heitar lummur“?

Orðatiltækið að eitthvað seljist eins og heitar lummur er ekki gamalt í málinu. Dæmi fara ekki að sjást á timarit.is fyrr en eftir miðja 20. öld. Heitar lummur þóttu, og þykja mörgum enn, mesta lostæti og hægt var að á síðustu öld að kaupa nýbakaðar lummur á kaffihúsum. Því hefur þótt gott að grípa til þeirra þega...

Nánar

Hvenær er góa og hvað þýðir orðið eiginlega?

Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorranum. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki notuð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt...

Nánar

Fleiri niðurstöður